Ég gleymdi einu smáatriði....

...þegar ég fékk þá hugmynd að byrja að blogga.  Maður þarf að hafa tíma í að skrifa.  Ég á eftir að koma einhverju systemi á það.  Ég satt að segja skil ekki hvernig sumir ofurbloggarar hérna hafa tíma í að skrifa og sýsla með blogg síðurnar sínar.  Eiga þeir ekkert líf.... sumir hverjir hljóta að verja allt að tveimur klukkustundum í skrif og uppfærslur á bloggsíðum sínum.

Allavega þá ætla ég að reyna að gera betur.  Ég hafði t.d. voðalega miklar og heitar skoðanir hér um daginn þegar byltingin í borginni átti sér stað.  Núna brenna önnur mál á mér eins og neytendamál og áfengisfrumvarpið.  Nú svo má allveg tjá sig um dægurmál, eins og fótbolta, tónlist og kvikmyndir ef ég tel það þess vert að blaðra um það hér á blogginu.   Sú staðreynd að ég er giftur og með þrjár litlar prímadonnur á heimilinu gæti orðið tilefni til skemmtilegra skrifa. :)

Hermann og wikipedia uppfletting vikunnar er meðal uppfyllingar færslna sem gætu dúkkað uppi hér ef ég er massa latur við skriftir.        

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband