Sjálfstæðistefnan á við sem aldrei fyrr!

 

Sjálfstæðisstefnan á við sem aldrei fyrr. Sérstaklega vegna þess að þarf að auka einkaframtakið og hvetja einstaklinga til athafna.  Það er nákvæmlega það sem fólk er að kjósa.

Það má ekki kenna Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans um að menn hafi misnotað frelsið sem þeim var gefið.  Það þarf að læra af þessu og skapa betra regluverk í kringum það frelsi sem gefið er.  ALLS ekki megum við hverfa til forsjárhyggju, miðstýringar, skattahækkana og ríkisvæðingar.

Það er nákvæmlega það sem fólk er að fatta núna og óttast að við séum að "fá yfir okkur" vinstri stjórn.   Fólk á eftir að halla sér að endurnýjuðum sjálfstæðisflokki akkúrat út af þessu.  Það vill ekki vinstri, og allra síst "vinstri heift" eins og virðist vera uppi á teningnum núna eftir búsáhaldabyltinguna.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband