Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Það ætti að banna skotveiðar sem hobbý.

Já það er eins og ég hef sagt að mönnum sem hafa áhuga á að skjóta úr byssum er ekki treystandi þar þeir hafa ekki aga eða virðingu fyrir verkefninu heldur haga sér margir eins og krakkar í byssó.  Það ætti að banna skotveiðar sem sport.   Til þess að grysja í stofnum rjúpu- og gæsastofnsins og til þess að tryggja að verði til eitthvað á borð landsmanna ætti að bjóða það út til atvinnuveiðimanna sem væru ekki að veiða uppá sportið, heldur einungis til nytja.
mbl.is 18 fálkar voru skotnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm manna fjölskylda óskar pólískts hælis í Garðabæ!

Ég horfði á fréttatíma ljósvakamiðlanna á föstudagskvöldið og leið eins og ég væri að upplifa einhvern súrrealískan gríngjörning í draumalandinu og gæti síðan vaknað og sagt....hehe súr draumur í gangi.   Jón Gnarr og Dagur B Eggertsson uppá blokk í Æsufellinu að tilkynna um nýjan meirihluta í Reykjavík og að Jón Gnarr borgastjóri.   Bíddu hvaða grín er eiginlega í gangi.   Ég byrjaði á að hringja í vin minn í Garðabænum og spurði hvort ég gæti ekki bara sótt um pólitískt hæli í Garðabæ.

Það fyrsta sem ég hugsaði...“Guð minn almáttúgur, þvílíka ruglið“.   Miðbæjar rotturnar, nett að hæðast að íbúum Æsufells í Breiðholti, að halda blaðamannafund upp á þaki um að þeir hafi myndað nýjan meirihluta um stjórnun stærsta „fyrirtæki“ landsins, Reykjavíkurborg.     Þau sögðu meirað segja með hrokafullri glettni að þau hafi aldrei komið á þennan skrítna stað, í úthverfi í Reykjavík.  Í bakgrunni stóð fólk glottandi, með sigurglampa í augum, eins og það væri að bíða eftir því að komast undan sviðsljósi fjölmiðla til að halda gott partý. 

Dagur, æskuvinur minn og sessunautur í árbæjarskóla, er greinilega algerlega gjaldþrota í pólitíkinni.  Hann hefur greinilega verið afgreiddur innan Samfylkingarinnar.    Í hans huga er greinilega hans eina von að fara í þennan meirihluta og vonast til þess að slá í gegn.  

 Shit!  Það er mikið verk fyrir höndum að sannfæra mig um að það sé stjórntækur meirihluti í Reykjavík.   Ég óska Hönnu Birnu velfarnaðar í stjórnarandstöðu í borginni á komandi mánuðum.

kveðja,

Helgi Már Bjarnason


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband