Fimm manna fjölskylda óskar pólískts hælis í Garðabæ!

Ég horfði á fréttatíma ljósvakamiðlanna á föstudagskvöldið og leið eins og ég væri að upplifa einhvern súrrealískan gríngjörning í draumalandinu og gæti síðan vaknað og sagt....hehe súr draumur í gangi.   Jón Gnarr og Dagur B Eggertsson uppá blokk í Æsufellinu að tilkynna um nýjan meirihluta í Reykjavík og að Jón Gnarr borgastjóri.   Bíddu hvaða grín er eiginlega í gangi.   Ég byrjaði á að hringja í vin minn í Garðabænum og spurði hvort ég gæti ekki bara sótt um pólitískt hæli í Garðabæ.

Það fyrsta sem ég hugsaði...“Guð minn almáttúgur, þvílíka ruglið“.   Miðbæjar rotturnar, nett að hæðast að íbúum Æsufells í Breiðholti, að halda blaðamannafund upp á þaki um að þeir hafi myndað nýjan meirihluta um stjórnun stærsta „fyrirtæki“ landsins, Reykjavíkurborg.     Þau sögðu meirað segja með hrokafullri glettni að þau hafi aldrei komið á þennan skrítna stað, í úthverfi í Reykjavík.  Í bakgrunni stóð fólk glottandi, með sigurglampa í augum, eins og það væri að bíða eftir því að komast undan sviðsljósi fjölmiðla til að halda gott partý. 

Dagur, æskuvinur minn og sessunautur í árbæjarskóla, er greinilega algerlega gjaldþrota í pólitíkinni.  Hann hefur greinilega verið afgreiddur innan Samfylkingarinnar.    Í hans huga er greinilega hans eina von að fara í þennan meirihluta og vonast til þess að slá í gegn.  

 Shit!  Það er mikið verk fyrir höndum að sannfæra mig um að það sé stjórntækur meirihluti í Reykjavík.   Ég óska Hönnu Birnu velfarnaðar í stjórnarandstöðu í borginni á komandi mánuðum.

kveðja,

Helgi Már Bjarnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

"Sjálfstæðisflokkurinn öfundar ekki Samfylkinguna af stöðu sinni í dag, enda mun sá Samfylkingin ganga endanlega frá trúverðugleika sínum á komandi misserum sem ginningarfífl Besta flokksins. Dagur B verður látinn mæta í blúndukjól á fundi og dansa uppá borðum sem skilyrði fyrir samstarfinu. Hann er ekki öfundsverður af þessu hlutverki, heldur vorkunn." - Hrafna.

Kristinn Bjarnason, 4.6.2010 kl. 22:08

2 identicon

Eins og ég sem vinn t.d. í skóla sem er kannski ekki alveg með hefðbundna áætlun. Þar eru starfsmenn væntanlega úr öllum flokkum með sína sýn hvernig á að byggja upp skóla. Þar er enginn meirihluti (vegna heilagra stefnuskráa) né minni hluti (vegna heilagra stefnuskráa). Þar er hópur fólks sem kemur saman til þess að byggja upp (af metnaði) og komast að niðurstöðum um lausn á viðkomandi starfsemi skólans. Í þjóðfélaginu í t.d. fyrirtækjavinnu og flestum stöðum á vinnumarkaðninum, þar kemur maður sér niður á lausn sem allir sætta sig við. Það er bara svoleiðis þar er ekki flokkadráttur. Takk fyrir.

Eyba (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband