15.6.2010 | 00:58
Það ætti að banna skotveiðar sem hobbý.
Já það er eins og ég hef sagt að mönnum sem hafa áhuga á að skjóta úr byssum er ekki treystandi þar þeir hafa ekki aga eða virðingu fyrir verkefninu heldur haga sér margir eins og krakkar í byssó. Það ætti að banna skotveiðar sem sport. Til þess að grysja í stofnum rjúpu- og gæsastofnsins og til þess að tryggja að verði til eitthvað á borð landsmanna ætti að bjóða það út til atvinnuveiðimanna sem væru ekki að veiða uppá sportið, heldur einungis til nytja.
18 fálkar voru skotnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
35 ára Viðskiptafræðingur í Laugardalnum. Giftur þriggja stelpna faðir, Plötusnúður, Útvarpsmaður, Aston Villa og Fylkismaður. Styð frelsi einstaklingsins.
Hvaða vitleysa er þetta sem kemur útúr þér.. styður frelsi einstaklingsins en vilt banna honum að ganga á fjöll og skjóta sér til matar? Bönnum bara allt.. Vertu ekki svona Vinstri grænn...
Halldór (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 01:12
hættu þessu bulli steingrímur
Einar (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 01:43
Sammála! Banna sportveiðar, hundahald, fótbolta, íþróttafréttir í sjónvarpi, mótmæli almennings gegn stjórnvöldum, brjóstagjöf á almannafæri, kynlíf á messutíma, og ketti.
corvus corax, 15.6.2010 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.