Hvað þarf til að að maður taki til við bloggskriftir.

Nú eru þvílíkar hamfarir búnar að ganga yfir og skálmöld ríkjandi í bloggheimum og hefðbundnari miðlum að maður veltir fyrir sér að ef það hreyfir ekki við tjáningarþörf minni í bloggheimum þá gerir það líklega ekkert.  Sérstaklega þar sem mér finnst sumur bloggarar vera svo hrikalega fanatískir og beinlínis snarbilaðir í skoðunum sínum.   Heilbrigð rökhugsun og sú góða tilhneyging að horfa á mál á breiðum grunni virðist vera ábótavant hér.

Ég ætla að gera heiðarlega tilraun og reyna að koma skoðunum mínum á framfæri hér á næstu vikum.   Verandi í bullandi vinnu, með stóra fjölskyldu og mikið af áhugamálum þá er ég ekki að skilja hvernig ég á að finna tíma í þetta.  Kannski ég ætti að byrja á stuttum blammeringum og hugleiðingum.

Vonum það besta... ég er allavega mættur aftur. Núna.  :)

PS:  Ég ætla líka að grafa upp einhverja góða Herman brandara svona til að auka tíðni færslna :)   Síðan kann ég ekkert á tónlistarhlutan af þessu bloggi... þ.e. ef mér langar að deila með ykkur tónlistarspekinni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband