18.4.2009 | 21:41
Er virkilega ekki neitt betra í boði í þessum kosningum.
Af öllu því frambærilega fólki sem við Íslendingar höfum yfir að ráða er þá virkilega eina manneskjan sem fólk telur að eiga að verða forsætisráðherra í næstu kosningum, 64 ára gömul, gráhærð, þreytt og lúinn félagsmálapakkapólitíkus, lesbísk flugfreyja!!!! Spáið aðeins í þetta.
Hún hefur flúið af vettvangi í þessari kosningabaráttu, hefur nákvæmlega engar lausnir nema einhverja mjög svo óskýra patent lausn, að ganga í Evrópusambandið. Í þokkabót ætlar hún að ganga í hjónaband með sósíalistaflokknum sem mun ekki einu sinni leyfa henni svo mikið sem hreyfa litlu tá í átt að evrópusambandinu. Þeir vilja senda alla uppá öræfi til að gróðursetja tré syngjandi ættjarðarsöngva til að skapa atvinnu. Ég er ekki allveg að sjá hvaða lausnir komandi ríkistjórn ætlar að koma með. Þau eru ekki með hana ein og sér... hvað þá saman.
Við erum að fara að kjósa yfir okkur forsjárhyggju vinstristjórn sem mun drepa niður atvinnulífið hér með skattpíníngu, reglugerða og haftastefnu. Þau telja að pólítíkusar, ríkið, fari betur með peningana mína en ég sjálfur. Þess vilja þeir hækka á mig skattana svo ég geti allveg örugglega ekki notað þá í neyslu og þar af leiðandi búa til tekjur fyrir fyrirtæki þessa lands. Ætli ég meðaltekju fjölskyldufaðirnn með öll íþyngjandi húsnæðislánin þurfi ekki líka að borga háttekjuskatt áður en árið er liðið.
Það er sorglegt til þess að vita að yngstu kjósendur þessa lands muna ekki nógu langt aftur til að vita hvað það þýðir.
Ég held að það sé að renna upp annað "Guð Blessi Ísland" móment hérna... á kjördag. Við erum "fokkd" ef úrslitin verða í samræmi við kannanir.
Ég held ennþá í vonina. VÖRUMST VINSTRI SLYSIN. Þið sem ætlið að "refsa" Sjálfstæðisflokknum í kosningunum, hugsið þetta í þaula. Þetta er ekkert grín! Kjósum eina flokkinn sem er með stjórnmálastefnu í þágu íslensku þjóðarinnar og er með íslenska stjórnmálastefnu.
Ég hef ákveðið (sem fyrr) að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.