Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
15.6.2010 | 00:58
Það ætti að banna skotveiðar sem hobbý.
18 fálkar voru skotnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2010 | 21:44
Fimm manna fjölskylda óskar pólískts hælis í Garðabæ!
Ég horfði á fréttatíma ljósvakamiðlanna á föstudagskvöldið og leið eins og ég væri að upplifa einhvern súrrealískan gríngjörning í draumalandinu og gæti síðan vaknað og sagt....hehe súr draumur í gangi. Jón Gnarr og Dagur B Eggertsson uppá blokk í Æsufellinu að tilkynna um nýjan meirihluta í Reykjavík og að Jón Gnarr borgastjóri. Bíddu hvaða grín er eiginlega í gangi. Ég byrjaði á að hringja í vin minn í Garðabænum og spurði hvort ég gæti ekki bara sótt um pólitískt hæli í Garðabæ.
Það fyrsta sem ég hugsaði...Guð minn almáttúgur, þvílíka ruglið. Miðbæjar rotturnar, nett að hæðast að íbúum Æsufells í Breiðholti, að halda blaðamannafund upp á þaki um að þeir hafi myndað nýjan meirihluta um stjórnun stærsta fyrirtæki landsins, Reykjavíkurborg. Þau sögðu meirað segja með hrokafullri glettni að þau hafi aldrei komið á þennan skrítna stað, í úthverfi í Reykjavík. Í bakgrunni stóð fólk glottandi, með sigurglampa í augum, eins og það væri að bíða eftir því að komast undan sviðsljósi fjölmiðla til að halda gott partý.
Dagur, æskuvinur minn og sessunautur í árbæjarskóla, er greinilega algerlega gjaldþrota í pólitíkinni. Hann hefur greinilega verið afgreiddur innan Samfylkingarinnar. Í hans huga er greinilega hans eina von að fara í þennan meirihluta og vonast til þess að slá í gegn.
Shit! Það er mikið verk fyrir höndum að sannfæra mig um að það sé stjórntækur meirihluti í Reykjavík. Ég óska Hönnu Birnu velfarnaðar í stjórnarandstöðu í borginni á komandi mánuðum.
kveðja,
Helgi Már Bjarnason
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)