Ég er kominn í Bloggheima. Þrátt fyrir allt.

Hehe...mér hefur alltaf fundist bloggheimur verið hálf kjánalegur pakki.  Fólk að skrifa pistla í einhverri sjálfumgleði og vissu um að aðrir netverjar hafi einhvern minnsta áhuga á því sem þau eru að skrifa.  Já eða að þeir fari yfirhöfuð einhvern tíma inná bloggið hjá viðkomandi.   Ég hef verið að fylgjast með úr fjarlægð og viti menn.  Þegar mbl.is fór að birta á forsíðu sinni random færslur hjá fólki fór ég að standa sjálfan mig að því að smella á áhugaverða færslur.  Ég meirað segja var farinn að setja inn "comment" og kominn með nokkra uppáhalds bloggara sem ég vandi mig á að fylgjast með.  

Well,  if you can´t beat them, join them sagði skáldið og hér er ég.   Ég  hugsa þetta blogg nú aðallega fyrir mig, hér get ég æft mig í að koma hugsunum mínum eða skoðunum "á blað".  Það brennir nú alltaf eitthvað á manni úr þjóðfélagsumræðunni og auðvitað eru áhugamálin eitthvað sem maður er tilbúinn að gaspra eitthvað um.   Þó svo það kítli aðeins að það sé möguleiki á að einhver skoði þetta og komi kannski með athugasemdir þá er ég nú ekki að gera ráð fyrir því að fólk bíði í röðum eftir því að sjá viskuna og snilldina leka af þessari bloggsíðu.   Gaman að þessu....kannski fær maður smá útrás hérna.          

   


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og velkomin í bloggheima -
Vonandi að þú hafir gaman af

Halldór Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sniðugur strákur. Auðvitað áttu eftir að hafa bæði gagn og gaman af.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkominn í heim hinna sjálfumglöðu og athyglissjúku.  Kannski áttu meira sameiginlegt með okkur en þig grunar

Gaman að fá nýja "penna" að lesa.

Velkominn aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband