13.10.2007 | 12:38
Hver er ég.....smá profiling herna handa ykkur.
Er það ekki viðeigandi að maður kynni sig. Það væri nú voðalega gaman að upphefja sjálfan sig svolítið hérna eða fá jafnvel gestapenna til að kynna sig til leiks. En látum smá lýsingu frá mér duga.
ÉG er 35 ára gamall strákur sem heldur ennþá að hann sé 25 ára. Fáránlegt hvað tíminn líður. ÉG vona samt að ég sé ekki álitinn vanþroska hehe en ég einn af þeim sem finnst hann vera innan um eintóma gamlingja þegar ég umgengst jafnaldrana. Meeeen....þegar ég fór á reunion hjá árgangnum mínum í MS hehe. Það var svakalegt. Þá vitið þið það ég var í MS, útskrifaðist á Rave árinu mikla 1992. Reyndar sama ár og Rave tjaldið var skorið niður á Eldborg um Verslunarmannahelgina. Þvílík vanhelgun man ég hehe.
Uppalinn Árbæingur, er í sama árgangi og gullaldarlið Fylkis þar sem menn eins og Þórhallur Dan, Kiddi Tomm, Finnur Kolbeins, Gunnar Þór Péturs fóru á kostum. Í því árgengi voru líka menn sem náðu minni árangri á knattspyrnuvellinum en skunduðu á vígvöll stjórnmálanna. Í dag þegar maður fréttir af því að Dagur B Eggertsson sé orðinn borgastjóri minnist maður þess tíma þegar ég sat við hliðina á honum í sama bekk í Árbæjarskóla. Hann af vinstri sinnuðum ættum og ég með blátt blóð í æðum og átti pabba sem vann út á Velli. Það var efni margra rökræðna og skemmtilegra uppákoma...sem ég get nú einni færslu í síðar hér. Ég get til dæmis sagt ykkur frá leiksigri okkar félaga þegar við lékum aðalhlutverkin í "Diðrik og Júlíu", magnaðri uppfærslu á þessu ódauðlega lagi Ladda og Halla.
hmmm hvað fleira.... Austurbæingur, árbæingur, gallarður Fylkismaður, Ms-ingur. Já... ég fór síðan strax eftir MS beint í Háskóla Íslands. 20 ára gamall tók ég strætó niður í bæ og hugðist skrá mig í sagnfræði. Hehe sú strætóferð var örlagarík....ég einhvern veginn komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki mjög praktískt að fara í sagnfræðina heldur væri betra að hafa hana að áhugamáli. Ég endaði í Viðskiptafræðinni. Kláraði hana á fimm árum og á meðan var ég duglegur að sinna félagslífi. Lét plata mig í að verða formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema, í eitt ár og síðan var ég eitthvað viðloðandi háskólapólítikina. Vaka var auðvitað eina vitið.....
Á menntaskólaárunum byrjaði ég að fikta við að koma fram í útvarpi. Ég náði að sameina ástríðu mína á tónlist og athyglisþörf á framhaldsskóla stöðinni Útrás sem þá var og hét. Ég stýrði stöðinni meirað segja á árunum 1991 til 1992. Eftir útskrift þá um vorið tókum við nokkrir félagarnir okkur til og leigðum Útrás um sumarið. Frábær tími....hehe margir af útvarpsmönnum framtíðarinnr stigu sín fyrstu spor þarna. Stöðin var meiraðsegja smá "sumar hittari". Þetta útvarpsbrambolt mitt varð til þess að í dag er ég ennþá að stjórna sama útvarpsþættinum. Party Zone, dansþáttur þjóðarinnar er víst orðinn elsti útvarpsþáttur landsins. hehehe samt gefum við okkur út fyrir að vera mega trendý og flottir tónlistarlega. Þannig að við erum ekkert að flagga þvi hvað við erum orðnir gamlir.
Í dag er ég giftur, 3 barna faðir og bý í laugardalnum. Ég er meirað segja kominn með hund líka. Það vantar bara að ég kaupi Space Shuttle bíl og flytji í úthverfin á ný..... þá er ég orðinn þessi vísitölu millistéttar úthverfa eitthvað...hehe. Ég tók reyndar ekki við "heildsölunni hans pabba", kannski vegna þess að hann átti enga. :) Ég bý í Latabæ þar sem ég vinn. Áður var ég eitthvað viðloðandi kvikmyndaframleiðslufyrirtæki þannig að sú reynsla ásamt menntun gáfu mér tækifæri að vinna með Íþróttaálfinum og hans fólki. ;) Hresst og heilbrigt.
Hér á blogginu ætla ég bara fá útrás fyrir skoðanir og koma á framfæri einhverju skemmtilegu hér í blogg heimum. Ég lofa því að ég verð aldrei eins og einhver bitur flíspeysumamma á barnalandi en gæti þó missti mig í smá pólítískum skætingi. Þetta gæti líka orðið tónlistarblogg...hvernig lýst ykkur á það. ´:)
Takk. Réttið upp hönd sem lásu þetta. :)
Bless í bili..... hmb
Athugasemdir
Hæ Helgi minn! Bara að kvitta! :) Hlakka til að lesa meira hjá þér í framtíðinni! :) Ciao ciao!!
Signý (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.